Viðtal við Önnu Úrsúlu
- velsa2
- May 26, 2016
- 1 min read
Við höfðum samband við Önnu Úrsúlu handboltakonu og við sendum á hana nokkrar spurningar. Anna Úrsúla spilar á línu í íslenska landsliðinu og er mjög mikilvægur leikmaður þar. Grótta er hennar uppeldisfélag en hún er ný komin aftur í Gróttu eftir nokkur góð ár hjá Val.

Nafn? Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
Aldur? 31 árs.
Drekkur þú íþróttadrykki? Ef já hvernig? Já ég drekk SCIMAX explode fyrir leiki og stundum á æfingum.
Í hvaða tilgangi drekkur þú íþróttadrykki? Til þess að ná aðeins meiri einbeitingu og krafti í leiki/æfingu.
Hversu lengi hefur þú drukkið íþróttadrykki? Örugglega svona 4 ár, síðan man ég að það hafa verið Powerade/Leppin í yngri landsliðum og A liðinu en það var bara svona stundum sem ég nýtti mér það.
Finnst þér íþróttadrykkir hafa ávanabindandi áhrif? Nei það finnst mér ekki.
Gætir þú hætt að drekka íþróttadrykki? Ekkert mál að hætta því.
Hefur þú fengið slæma aukaverkanir af völdum íþróttadrykkja? Nei.

Comentarios