top of page

FERLIÐ OKKAR

Við vorum búnar að ákveða rannsóknarefnið löngu áður en verkefnið byrjaði. Amino Energy kveikti áhuga okkar og ákváðum við í kjölfarið að fjalla einnig um aðra íþróttadrykki, þar urðu fyrir valinu C4 og Powerade.

Þegar kom að því að velja rannsóknarspurningu vorum við í miklum vafa. Fyrst vildum við kanna áhrif Amino Energy en það þróaðist út í það í hvaða tilgangi fólk drykki íþróttadrykki.

Þegar kom að rannsóknarvinnunni hentaði rannsóknarspurningin ekki nógu vel og fór mikill tími í að finna nýja spurningu og á endanum

varð fyrir valinu:

,,Hversu skynsamleg er neysla íþróttadrykkja?"

Okkar rannsókn studdist að mestu leiti við svör úr viðtölum við næringarfræðing, þjálfara og íþróttafólk.

 

Einnig öfluðum við ýmisa upplýsinga á áreiðanlegum síðum  á netinu eins og t.d. matvælastofnunn. 

Könnuninn sem við tókum gaf okkur góða sýn á álit almennings á íþróttadrykkjum, en þar sem að 87% þeirra sem tóku könnunina voru kvennmenn fengum við að mestu álit þeirra.

Við viljum þakka öllum þeim sem áttu hlut að verkefninu kærlega fyrir hjálpina, einstaklingana sem við fengum í viðtöl, kennara og foreldra okkar.

bottom of page