VALDA ÍÞRÓTTADRYKKIR FÍKN?
"Orkudrykkir eru fullir af koffíni og auk þess eru þeir oftast nær stútfullir af sykri og ekki er á bætandi í sykurneyslu barna og unglinga á Íslandi." sagði Steinar B. Aðalbjörnsson.
,,Koffín er ávanabindandi og ef fólk reynir að hætta koffínneyslu þá fer það í fráhvörf sem lýsir sér með höfuðverk og þreytu. " Bjarney Bjarnadóttir.
Ef koffíns er neytt í of miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á heilsu og líðan fólks og valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíðatilfinningu.


Ráðlagður dagskammtur fyrir börn og unglinga:
Líkamsþyngd Hámarksneysla koffíns á dag
20 kg 50 mg
30 kg 75 mg
40 kg 100 mg
50 kg 125 mg
60 kg 150 mg
Rannsóknir hafa sýnt að neysla koffíns, undir 400mg á dag (u.þ.b. 4 kaffibollar) hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi, sé skaðlaus fyrir heilsuna. Neysla umfram það magn eykur hættuna á skaðsemi.
,,Hafðu það í huga að allt það sem þú lætur inn fyrir þínar varir gefur þér orku eða dregur úr þér orku. Ef þú ert að drekka Amino Energy eða aðra orkudrykki þá gætir þú verið að skapa vítahring. Þú færð þér drykk þegar þú finnur fyrir orkuleysi en fyrir vikið nærðu kannski ekki að sofna fyrr en seint og síðar meir á kvöldin. Ekki gleyma því að svefninn er mjög mikilvægur og einn af lyklunum að heilbrigðu lífi." sagði Hafdís Kristjándsóttir.
Sumir segja að íþróttadrykkir séu fíkn. Það er einfaldlega þegar fólk er orðið mjög háð íþróttadrykkjum. Það getur ekki vaknað án þess að fá sér nokkrar skeiðar af t.d. amino energy. Þá er það orðið alltof háð efninu. Þannig það mætti í raunini segja að íþróttadrykkir gætu verið fíkn.
Koffínríkir drykkir eins og íþróttadrykkir eru vinsælir þar sem koffín getur dregið úr einkennum þreytu og virðist geta aukið einbeitingu. Hafa ber í huga að neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamann og andlegt ástand, ekki síst hjá börnum og unglingum.
Vatn er alltaf hollari kostur!

