top of page

Miðað við heimildir og upplýsingar sem að við höfum aflað okkur teljum við notkun íþróttadrykkja eins og Amino og c4, ekki skynsama. Sérstaklega hjá börnum og unglingum.
Í fyrsta lagi vegna of mikils magns af koffíni og sykri.
Í öðru lagi vegna þess að maður getur auðveldlega verið háður íþróttadrykkjunum.
Segjum að einhver sé búin að drekka einn skammt af t.d. Amino Energy daglega í dágóðan tíma þá hættir drykkurinn að hafa sömu áhrif og áður og verður því að stækka skammtinn.
Þá verður maður fastur í einskonar vítahring.
Einnig geta fylgt margar aukaverkanir s.s. tannskemmdir, hjartsláttartruflanir, meltingartruflanir, svefnleysi o.s.frv.
Eftirlitið á íþróttadrykkjum, þó aðallega þeim sem eru í duftformi er lítið sem ekkert. Rannsóknir hafa sýnt að framleiðendur hafa logið til um innihaldslýsingar.
Stundum finnast ekki efnin sem eru sögð vera í vörunni, og einnig hefur fólk fallið á lyfjaprófi þar sem að örvandi efni, sem ekki eru á innihaldslýsingunni, finnast í vörunni.
Margir sem drekka og eru háð íþróttadrykkjum mæla ekki með að byrja að drekka íþróttadrykki vegna ávanabindandi áhrifum og áhættu á slæmum aukaverkum.
,Börn og unglingar ættu alls ekki að drekka neitt sem inniheldur koffín, það getur haft skaðleg áhrif á taugakerfi ungmenna sem eru að vaxa og þroskast. Fullorðið fólk ætti líka að fara varlega í þetta og muna að meira er ekki alltaf betra! Vatn er nánast alltaf hollasti valkosturinn en ef fólk ætlar að nota íþrótta- og/eða orkudrykki að það sé þá meðvitað um hvað það er að nota og í hvaða tilgangi. " sagði Bjarney Bjarnadóttir.
Við teljum Powerade vera skárri kost vegna þessa að drykkurinn inniheldur ekki koffín og maður verður ekki líkamlega háður honum. Powerade inniheldur steinefni og sölt og ef æfingin/keppnin er löng eða ef æft/keppt er í miklum hita kemur hann að góðum notum.
,,Íþróttadrykkur er engin töfralausn en góður matur s.s. gróft brauð, grænmeti og ávextir er marg rannsakað að er töfralausn og getur hjálpað að berjast við sjúkdóma og orkuleysi og haft góð áhrif þegar við eldumst. Íþróttadrykkir geta bætt orkuleysi en þá aðeins þann stutta tíma sem hann varir sem er kannski innan við klukkutíma en góð næring getur gert það allan daginn og er fyrirbyggjandi fyrir sjúkdóma." sagði Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur.
Í stuttu máli mælum við með því að þeir sem drekka íþróttadrykki eiga að drekka þá í hófi og kynna sér hvaða efni drykkirnir innihalda.
Við mælum með því að þeir sem drekka ekki íþróttadrykki byrji ekki á því.
,





bottom of page