top of page

Viðtal við Ragnheiði Runólfsdóttur

Við höfðum samband við Ragnheiði Runólfsdóttur sunddrottningu og var hún til í að svara okkur. Ragnheiður eða Ragga eins og hún er oftast kölluð er búin að æfa og starfa við sund nánast alla sína ævi. Ragga var íþróttamaður ársins árið 1991, hún var í fremstu röð íslenskra sundkvenna í um áratug. Hún fór á Ólympíuleikana tvisvar sinnum og stóð sig frábærlega en hennar besti árangur var sjöunda sæti í 100 m. bringusundi. Hún setti mörg Íslandsmet og stóðu mörg þeirra lengi. Ragga á þrjú börn og starfar sem þjálfari hjá sundfélaginu Óðni á Akureyri.​​​

  1. Drekkur þú íþróttadrykki? Nei

  2. Hvers vegna ekki? Ég kýs að drekka vatn frekar. Mér finnst flestir þessir drykkir bæði vera of sætir og einnig innihalda flestir koffín.

  3. Myndir þú sem þjálfari mæla með drykkju íþróttadrykkja? Ég mæli alls ekki með slíkum drykkjum. Mæli frekar með að þinna út hreinan ávaxtasafa og drekka það við æfingar.

  4. Myndir þú leyfa börnunum þínum að drekka íþróttadrykki? Nei ég leyfi ekki mínum börnum að drekka slíkt og ég leyfi ekki heldur íþróttafólkinu mínu að drekka slíkt við æfingar. Eingöngu leyft þetta þegar um langvarandi uppköst eða niðurgang hefur átt sér stað hjá einstaklingnum.

  5. Í hvaða tilgangi heldur þú að fólk drekki íþróttadrykki? Telur sig vera auka orkubúið. Það er skammtíma hugsun. Halda við vökvabúskap líkamans. Ef fólk er að borða rétt og drekka nóg af vatni þá ætti þetta ekki að vera nauðsynlegt. En svo eru ekki allir að því .


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page