top of page

Viðtal við Söru Rún einkaþjálfara

Sara Rún Markúsdóttir lærði einkaþjálfun hjá WorldClass. Sara er búin að þjálfa síðan hún kláraði nám árið 2014. Hún er að þjálfa spinning tíma og fleiri hóptíma í Hressó. Einnig hefur hún verið að þjálfa einkaþjálfun og fjarþjálfun

1. Nafn og aldur?

Sara Rún Markúsdóttir , 22 ára

2. Drekkur þú íþróttadrykki?

3. Ef já, hvernig íþróttadrykki?

Ég drekk Amino Energy og einstakasinnum orkudrykk fyrir æfingar sem heita C4.

4. Í hvaða tilgangi drekkur þú íþróttadrykki?

Ég drekk þá til að fá orku yfir daginn og C4 ef ég er mjög þreytt og vantar mikla orku fyrir æfinguna.

5. Hversu lengi heftur þú drukkið íþróttadrykki?

Ég hef drukkið íþróttadrykki on og off í ca 3-4 ár, var stopp meðan ég var ólétt og með barn á brjósti.

6. Finnst þér íþróttadrykkir vera ávanabindandi?

Já þeir eru mjög ávanabindandi

7. Gætir þú hætt að drekka íþróttadrykki?

Já ég gæti það, en það yrði erfitt hehe.

8. Hefur þú fengið einhverja slæma aukaverkanir af íþróttadrykkjum?

Kannski ekki svo slæma, en meltingatruflanir hef ég fengið sem ég tengi við Amino Energy.

9. Hvað er það sem fær þig til að drekka íþróttadrykkina, þrátt fyrir aukaverkaninar?

Í rauninni bara orkan , á erfitt með að vakna á morgnanna og þetta hjálpar mér að komast í gang.

10. Myndir þú mæla með því að drekka íþróttadrykki?

Nei myndi ekki mæla með því , nema kannski einstakasinnum fyrir æfingar, en alls ekki oft á dag.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page