top of page

Viðtal við Bjarney Bjarnadóttur

Bjarney Bjarnadóttir hefur mikið verið að rannsaka íþróttadrykki uppá síðkastið. Við höfðum samband við hana og fengum að senda á hana nokkrar spurningar.

1.Hvert er þitt álit á íþróttadrykkjum?

Íþróttadrykkir sem slíkir eru góðir ef þeir eru notaðir rétt. T.d. er gott að drekka Gatorade, sem inniheldur steinefni og sölt ef æfingin/keppnin er löng eða ef æft/keppt er í miklum hita. Hins vegar er að aukast notkun á svokölluðum pre-workout drykkjum, sem eru þá frekar orkudrykkir sem fólk drekkur fyrir æfingar og á að auka afköst þeirra á æfingum. Þeir innihalda yfirleitt mikið af koffíni.

2.Telur þú að þeir hafi slæm áhrif á fólk?

íþrótta- og orkudrykkir sem innihalda koffín geta haft þau áhrif að fólk fái höfuðverk, kvíðaeinkenni, þjáist af svefnleysi o.fl. Sumir íþrótta-/orkudrykkir innihalda líka grænt te sem er vatnslosandi sem getur valdið vökvatapi og þar af leiðandi haft neikvæð áhrif á frammistöðu viðkomandi á æfingum og í keppni.

Einnig hafa drykkir sem drykkir sem innihald sykur og sýru slæm áhrif á tennur, þannig að fólk ætti að fara varlega í notkun þeirra.

3.Hvaða efni eru það sem gera íþróttadrykki ávanabindandi? Og hvers vegna?

Það eru þá þeir drykkir sem innihalda koffín, koffín er ávanabindandi og ef fólk reynir að hætta koffínneyslu þá fer það í fráhvörf sem lýsir sér með höfuðverk og þreytu.

Gatorade, Powerade og Leppin eru t.d. íþróttadrykkir sem innihalda ekki koffín þannig að fólk ætti ekki að verða líkamlega háð þeim. En ég held þó að margir verði andlega háðir því að nota svona drykki fyrir æfingar, eru viss um að standa sig verr ef þau drekka ekki einhvers konar íþróttadrykk.

4.Eru eitthver skaðleg efni í íþróttadrykkjum?

Það er misjafnt hvernig koffín fer í fólk og sumum líður mjög illa við að innbyrða það. Þessir orkudrykkir innihalda auk þess oft mjög hátt magn af koffíni og haft þar af leiðandi slæm áhrif, það getur lýst sér með hröðum hjartslætti, höfuðverk, kvíðaeinkennum, svefnleysi, lystarleysi, háum blóðþrýstingi o.fl.

5.Hvaða íþróttadrykkur telur þú að sé bestur/skárstur fyrir fólk?

Gatorade og Leppin af þeim sem ég hef prófað og kynnt mér. Þeir innihalda kolvetni, steinefni og sölt sem líkaminn þarf á að halda við áreynslu án þess að hafa örvandi áhrif.

6.Telur þú að fólk sem er að byrja að stunda líkamsrækt ætti að drekka íþróttadrykki?

Það fer svolítið eftir markmiðum hvers og eins. Ég hef ráðlagt fólki sem er að æfa á morgnana og er að reyna að byggja upp vöðvamassa að drekka íþróttadrykki til að hreinlega hafa orku í æfinguna. Oft fær fólk blóðsykurfall þegar það mætir á æfingar á morgnana en hefur ekki náð að borða nóg, þá er gott að hafa svona drykk við höndina. En almennt ráðlegg ég fólki að borða vel fyrir æfingar til að hafa næga orku og drekka svo vatn á æfingunni til að svala þorstanum.

Þegar fólk er svo búið að æfa í töluverðan tíma þá má það byrja að skoða hvað er í boði en það þarf þá að vera meðvitað um í hvaða tilgangi þau vilja nota þessa drykki.

7.Drekkur þú íþróttadrykki?

8.Ef já, í hvaða tilgangi? Og hversu lengi hefuru drukkið þá?

Ég notað þessa pre-workout drykki í nokkur ár, aðallega til að vera orkumeiri á æfingum og geta bætt mig í þyngdum. Ég nota drykk sem inniheldur líka kreatín þar sem ég er að reyna að bæta á mig vöðvamassa. Ég drekk þá þó eingöngu fyrir æfingar, sem er u.þ.b. 3x í viku og aldrei meira en skammtinn sem gefinn er upp.

9.Eitthvað að lokum?

Það er góð regla að lesa alltaf aftan á umbúðirnar og börn og unglingar ættu alls ekki að drekka neitt sem inniheldur koffín, það getur haft skaðleg áhrif á taugakerfi ungmenna sem eru að vaxa og þroskast. Fullorðið fólk ætti líka að fara varlega í þetta og muna að meira er ekki alltaf betra! Vatn er nánast alltaf hollasti valkosturinn en ef fólk ætlar að nota íþrótta- og/eða orkudrykki að það sé þá meðvitað um hvað það er að nota og í hvaða tilgangi.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page