top of page

Viðtal við Betu næringarfræðing

Við tókum viðtal við Elísabetu Reynisdóttur, næringartherapist og næringarfræðing.

1. Hvert er þitt álit á íþróttadrykkjum? Hef ekki mikið álit á íþróttadrykkjum fyrir börn, veit að stundum þurfa íþróttamenn sem eru í keppni eins og t.d. hlaupum að drekka steinefnadrykki. Því með svitanum þá losum við út steinefni/sölt og af því leiti er gott að fá drykk sem er með steinefnum. Þetta á aðeins við í mikilli áreynslu sem er í keppnum og t.d. maraþonhlaupum. Málið er, því miður eru allir hinir sem drekka þessa drykki og eru ekki í mikilli keppni eru að drekka aukaefni, sykur og sölt sem líkaminn nýtir ekki nema til að mynda aukaálag á líffæri eins og nýrun. Ég sé stundum að foreldrar eru að gefa börnum sínum þessa drykki eftir æfingar því þau óttast að börnin fái ekki nægjanlega orku, en ég hvet þau til að kaupa meira af grænmeti og ávöxtum og gefa börnum sínum í staðinn. Við þorsta er það mín skoðun að fólk eigi að meta vatnið okkar betur og njóta þess að það er frítt og nóg af því ennþá. Vatn er nóg fyrir meginþorra fólks sem borða hollt þótt þau stundi íþróttir. Síðan er alltaf til einn og einn sem þarf að fá viðbót og það á að vera þá eftir ráðgjöf eins og frá næringarfræðingi.

2. Telur þú að þeir hafi slæm áhrif á fólk?

Já það getur alveg gert það. Ef það t.d. er ójafnvægi á söltum í kroppnum getur það haft afleiðingar síðar á ævinni og getur haft áhrif t.d. á beinheilsu. Ef við borðum hollan og góðan mat er meira jafnvægi á efnaskiptum og líkaminn nýtir öll efnin betur. Með drykkju eins og íþróttadrykkir sem innihalda steinefni/sölt og allskonar aukaefni og sykur og þar með er verið að drekka margfalt magn en það sem líkaminn þarf. Endalaust kolvetnisdrykkja er ekki góð og það á við um íþróttadrykki og gosdrykki.

3. Hvaða efni eru það sem gera íþróttadrykki ávanabindandi?

Iðulega í íþróttadrykkjum er ekki koffín sem er ávanabindandi en í staðinn er mikið sykurmagn og sölt.

4. Eru eitthver skaðlega efni í íþróttadrykkjum?

Líklega ekki, en það þarf að passa að kolvetnamagnið sé ekki of hátt. Ef einstaklingur drekkur of kolvetnaríkan drykk og er t.d. í keppni getur verið að sá hinn sami finni fyrir magaverk eða orkutapi þar sem drykkurinn er of lengi í maganum. Oftast eru aukaefni í drykkjunum sem eykur geymsluþol og annað. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að fylla kroppinn af aukaefnum ef við getum valið eins og hreint og gott vatn í staðinn.

5. Hvaða íþróttadrykkur telur þú að sé bestur/skárstur fyrir fólk?

Er ekki viss á tegundum, ég kaupi Aqvarius ef ég kaupi drykki en ég kaupi ekki drykki fyrir æfingu heldur aðalega ef ég veikist.

6. Telur þú að fólk sem er að byrja að stunda líkamsrækt ætti að drekka íþróttadrykki?

Nei, alls ekki, fólk sem stundar líkamsrækt, á að passa að borða vel t.d. að fá sér góð kolvetni eftir æfingar svo sem banana og hollt brauð með grænmeti. Eitthvað sem hleður aftur kolvetnum inn í vöðvana. Það þarf ekki íþróttadrykk sem er með einföldum kolvetnum. Þeir sem fara í keppni og þar sem mikil líkamleg áreynsla er væri athugandi að kaupa sér íþróttadrykk með söltum en passa að það sé ekki meira en 10% af kolvetnum í drykknum

7. Drekkur þú íþróttadrykki? Ég drekk iðulega ekki íþróttadrykki.

8. Ef já, í hvaða tilgangi? Og hversu lengi hefuru drukkið þá?

Það er; ef ég er veik, ef ég er að keppa (í blaki) og er slöpp, tek með mér að labba á fjöll en ekkert endilega. Veit af þeim og líklega kaupi ég 2-3 stk. Á ári. Jafnvel minna magn.

8. Eitthvað að lokun?

Já, ef við borðum trefjaríkan mat s.s ávexti, grænmeti og gróft brauð alveg frá því við erum lítil þá er meiri líkur á því að við fyrirbyggjum sjúkdóma sem geta komið síðar á ævinni. Einnig líður okkur betur af hollum mat, við erum frísklegri og andlega betur nærð til að takast á við amstur dagsins. Drekkum vatn, borðum fullt af grænmeti og ávöxtum á dag og njótum lífsins. Mikilvægt er að næra sig rétt og næra líka sálina. Íþróttadrykkur er engin töfralausn en góður matur s.s. gróft brauð, grænmeti og ávextir er marg rannsakað að er töfralausn og getur hjálpað að berjast við sjúkdóma og orkuleysi og haft góð áhrif þegar við eldumst. Íþróttadrykkir geta bætt orkuleysi en þá aðeins þann stutta tíma sem hann varir sem er kannski innan við klukkutíma en góð næring getur gert það allan daginn og er fyrirbyggjandi fyrir sjúkdóma. Munið að taka lýsi, drekka vatn og bætið grænmeti og ávöxtum í matarplanið ykkar og ég lofa að þið finnið góðan mun.

Valið er um mjög skjóta orka eða eitthvað sem dugar alla ævi (-;


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page